fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Sívaliturninn á Sólvangi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. apríl 2011 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IMG_4663

Sívaliturninn í Kaupmannahöfn?

Nei, í bænum Solvang í Kaliforníu.

Þar settust Danir að snemma á síðustu öld og bærin ber allur danskt yfirbragð.

Það er mikið af bakaríum, og þar sér maður hvað Danir hafa haft mikil áhrif á Íslandi.

Bakkelsið er það sama og í bakaríum á Íslandi – sérbökuð vínarbrauð, svokallaðar franskar vöfflur, napóleonshattar, rúllutertur.

Þetta er afar huggulegur lítill bær –maður gæti eiginlega verið á Jótlandi eða Fjóni nema hvað umhverfið er nokkuð hæðótt – og bærinn nýtur sögu sinnar. Það er hún sem dregur gesti að.

Í nútímasamfélagi getur sagan verið mikil verðmæti – eins og sjá má til dæmis á Siglufirði. Um daginn komum við til Monterey sem er eins konar spegilmynd Siglufjarðar. Þetta þarna voru miklar fiskveiðar á árum áður og verksmiðjur þar sem sardínur voru soðnar niður í dósir. Því er lýst í bókum Johns Steinbeck. Nú er þessi iðnaður fyrir bí, en til Monterey streyma ferðamenn í stórum stíl í söfn og búðir sem eru kenndar við Cannery Row – en það var einmitt titillinn á einni bók Steinbecks.

IMG_4605Monterey minnir talsvert á Siglufjörð. Í báðum bæjunum lifa minningar um miklar fiskveiðar og fiskvinnslu sem draga ferðamenn að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna