Ég hef stundum bent á það að þrátt fyrir tal um annað er matvælaframleiðsla á Íslandi býsna stöðnuð. Það virðist lítið rúm fyrir nýja strauma og nýja hugsun í þessum geira. Það er einstaka sinnum nefnt að íslenskur matur sér framúrskarandi, en allir sem ferðast til útlanda vita að sú er ekki endilega raunin – vöruþróun hér virðist vera býsna takmörkuð. Það er samt engin ástæða til að vera með barlóm, það er full af tækifærum á þessu sviði og um að gera að sækja fram.
Oddny Anna Björnsdóttir frá Samtökum lífrænna neytenda flutti erindi um þessi mál í gær. Þar sagði hún að verksmiðjubúskapur væri alltof algengur í mætvælaframleiðslu á Íslandi, þeir sem vildu lífrænar afurðir hefðu nánast ekkert val. Samkvæmt frétt sem birtist á Vísi nefndi Oddný eftirfarandi valkosti fyrir þá sem vilja lífrænar búvörur:
VALKOSTIR NEYTENDA – LÍFRÆNAR AFURÐIR:
Lambakjöt
Mælifellsá í Skagafirði, Árdal í Kelduhverfi, Brekkulæk í Miðfirði, Miðhrauni II á Snæfellsnesi og Skaftholti í Gnúpverjahreppi.
Sauðfjárbýlið Selvogsgata er í lífrænni aðlögun.
Mjög takmarkað magn sem eingöngu fæst í lífrænum sérverslunum og á bændamörkuðum / „beint frá bónda“
Þess er að vænta að minnst þrjú önnur býli hefji lífræna aðlögun sauðfjár í sumar.
Nautakjöt
Finnastaðir í Eyjafjarðasveit, Búland í Rangárvallasýslu, Skaftholt og Neðri-Háls
Mjög takmarkað magn sem eingöngu fæst í lífrænum sérverslunum og á bændamörkuðum / „beint frá bónda“
Svínakjöt
Neytendur verða að kaupa „beint frá bónda“ ef þeir vilja ekki verksmiðjuframleitt svínakjöt
Um 90% svínakjöts hér á landi kemur frá þremur verksmiðjubúum.
Kjúklingakjöt
Nánast allt kjúklingakjöt á Íslandi kemur frá verksmiðjubúum.
Hægt er að fá svokallaðan vistvænan kjúkling frá Brúneggjum sem býr við betri skilyrði en verksmiðjualinn kjúklingur, en uppfyllir þó ekki skilyrði um lífræna ræktun
Egg
Sáralítið framboð er af lífrænum eggjum. Þau bú sem þau framleiða eru Sólheimar í Grímsnesi og Skaftholt í Gnjúpverjahreppi
Örlítið magn kemur frá svokölluðum landnámshænum sem búa við mjög góðan aðbúnað
Tæp 15 prósent koma frá „frjálsum“ hænum en aðferðafræðin tilheyrir verksmiðjubúskap.
Þau egg sem þar um ræðir eru Brúnegg, Hamingjuegg (Nesbú), Omega 3 egg (Stjörnuegg) og egg frá Gerði ehf.
Mjólk og mjólkurafurðir
Hægt er að kaupa lífræna gerilsneydda, ófitusprengda mjólk í lítra umbúðum frá MS í sérverslunum og flestum stórmörkuðum. Mjólkin kemur frá Neðri-Hálsi í Kjós.
BioBú framleiðir lífræna jógúrt, skyr, rjóma, smjör og ís úr mjólk frá Neðri-Hálsi, Búlandi í Austur Landeyjum og Finnastöðum í Eyjafjarðasveit.