Landið fýkur ekki lengur burt, segir í frétt Ríkisútvarpsins. Landgræðslan segir að gróðurinn sé orðinn landeyðingunni yfirsterkari í fyrsta skipti frá landnámi.
Jónas Kristjánsson vitnar í Ingva Þorsteinsson náttúrufræðing sem segir að helmingur landsins sé enn ógræddur. En það virðist vera komið á jafnvægi milli eyðingar og ræktunar.
Í einu áhrifamesta riti um umhverfismál sem hefur komið út í heiminum, bókinni Collpse eftir Jared Diamond, skrifar þessi frægi umhverfisfræðingur um það sem gerðist á Íslandi:
„Iceland is ecologically the most heavily damaged country in Europe. Since human settlement began, most of the country´s original trees and vegetation have been destroyed, and about half of the original soils have eroded into the ocean.“