Það sem er verst fyrir listina er vingjarnlegt afskiptaleysi – þar sem enginn nennir að hneykslast eða hafa heitar skoðanir.
Því miður býr mikið af listinni í slíku limbói
Ungir listamenn geta reynt að hneyksla en það er alltaf hægt að benda á að árið 1917 hafi Duchamp stillt upp klósettskál sem listaverki.
Þess vegna er ágætt að deilur skuli vakna vegna þess að sullað var á bók í Nýlistasafninu.
Á Facebook spurði Guðmundur Andri hvor væri píslarvotturinn í málinu, Hannes Lárusson eða Eggert Pétursson?
Hið næstum hundrað ára gamla listaverk Brunnur eftir Marcel Duchamp. Þetta er sögð vera ljósmynd af frummyndinni, en hún glataðist síðar. Eftirmyndir eru hins vegar til.