Það munu fleiri hafa horn í síðu skuldamatsfyrirtækja en Ólafur Ragnar Grímsson, og þeir eru heldur voldugri en hann.
Standard & Poor’s breytir langtíma skuldahorfum Bandaríkjanna í neikvæðar.
Verð hlutabréfa hríðfellur á Wall Street, Hvíta húsið mótmælir, en samt er tekið mark á þessu fyrirtæki. Menn minnast þess að Obama ætlaði að endurskoða þetta allt þegar hann kæmist til valda, þar á meðal matsfyrirtækin, en það gerði hann ekki. En auðvitað segir Standard & Poors ekki annað en sannleikann um skuldastöðu Bandaríkjanna og þá stöðu að það er pattstaða í stjórnmálunum og varla nein sjáanleg leið út úr vandanum.
En það gleymist vonandi ekki að Standard & Poor’s gaf öllu klabbinu AAA fyrir hrun.