Það er ekki von á góðu þegar umræðan er svona.
Óli Tynes skrifar frétt á Vísi um að danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard verði framseldur til Jórdaníu vegna skopmyndateikninganna af Múhammeð.
Heimildin er bæjarstjórnarmaður fyrir Dansk Folkeparti í bænum Dragör.
Að minnsta kosti 838 einstaklingar hafa ákveðið að trúa þessu þegar þessi orð eru skrifuð, þeir klikka á Facebook hnappinn til að birta fréttina á síðunni hjá sér.
Þetta er umsvifalaust tekið upp af vefnum AMX sem segir að Westergaard verði brátt framseldur.
Svo bætir AMX við að varla líði á löngu áður en Jóhanna sjálf verði framseld til Saudi-Arabíu vegna þess að hún gekk að eiga unnustu sína. Þar bíði Jóhönnu grimmileg refsing.