Á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 er vinsæll þáttur þar sem gamlir stjórnmálamenn, Uffe Ellemann Jensen og Mogens Lykketoft, ræða um utanríkismál. Uffe er fyrrverandi utanríkisráðherra en Lykketoft var fjármálaráðherra og um tíma formaður Jafnaðarmannaflokksins.
Í síðasta þætti þeirra sem var sendur út 15. apríl bar Ísland á góma. Þar segir að kannski sé ekki gaman að vera Íslendingur um þessar mundir, þótt Íslendingar séu líklega að fara betur út úr fjármálakreppunni en sumar aðrar þjóðir. Lykketoft tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir einum Íslendingi og það sé Jóhanna Sigurðardóttir.
Svo tala þeir um Ólaf Ragnar Grímsson og þar er annað uppi á teningnum. Þeir kalla hann den tossede præsident.
Ruglaða forsetann.
Þáttinn má skoða með því að smella hérna.