Það hefur komið á daginn sumum að óvörum að áhugi á konunglegu brúðkaupi þeirra Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton er frekar lítil.
Eitt af því sem hafði verið rætt var að setja upp sjónvarpsskerma og dansleiki í bæjum og borgum víða um Bretland, en það virðist ekki vera nein spenna fyrir því.
Svonalagaði er líka gert fyrir Ameríkumarkað – skoðanakannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluta Bandaríkjamanna stendur alveg á sama.
Þetta er nokkuð ólíkt því sem var þegar Karl prins gekk að eiga Díönu á sínum tíma – og í útför Díönu.
Það hefur verið reynt að finna skýringar á þessu, meðal annars er talað um öll hneykslis- og leiðindamálin sem hafa verið í kringum þetta kóngafólk. Aðrir tala um að Vilhjálmur og Kata séu ekki sérlega spennandi einstaklingar.
Svo gæti vel verið að fólki upp til hópa þyki þetta konunglega tilstand bara hallærislegt. Sem er þroskamerki.
En það breytir því ekki að þessu verður dælt yfir okkur úr sjónvarpi og fjölmiðlum síðar í mánuðinum.