Framganga Samtaka atvinnulífsins vekur furðu flestra sem fylgjast með. Hvað hefur komið yfir þennan hóp manna?
Þeir hafa í hótunum við þjóðina vegna Icesave kosninganna – þegar upp er staðið virðist það ætla að reynast heldur innistæðulaust.
En nú eru þeir að reyna að beita ríkisstjórnina þvingunum vegna fiskveiðistjórnunarinnar. Ef stjórnin fellst ekki á tillögur þeirra – sem mörgum finnst fráleitar – á að semja til tveggja mánaða og henda smápeningum í launamenn.
Samtök atvinnulífsins hafa ekki verið kjörin til að stjórna á Íslandi. Og þessi framganga þeirra er vægast sagt sérkennileg – og ótrúlega drambsöm – í máli sem auðvitað þarf að leiða til lykta með lýðræðislegum hætti.
En lokamarkmið SA er kannski að fella ríkisstjórnina – eða hvað?