Lilja Mósesdóttir talar um að stofna stjórnmálaflokk sem menn eru þegar farnir að kalla Vinstri hætt.
En það er auðveldara að vera á móti einhverju en með. Lilja hefur verið kennd við maxisma, Ásmundur Einar er framsóknarsósíalisti úr sveit, Atli lögfræðingur sem hefur starfað á vinstri vængnum. Ef Atli og Ásmundur verða með Lilju í þessum flokki má gera ráð fyrir að stefnumál af þessu tagi verði ofan á.
Móti ESB (Lilja var reyndar fylgjandi aðildarumsókn framan af), varðstaða um landbúnaðinn, á móti stóriðju, gegn fjármagnsöflunum og AGS, óvíst um afstöðu til fiskveiðistjórnunar. Flokkurinn væri líklegastur til að taka fylgi frá Vinstri grænum og kannski að einhverju leyti Framsókn. Það er spurning hvort hægt yrði að byggja brú yfir í Hreyfinguna – þar eru Evrópusinnar innan um – og jafnvel yfir til einhverra gamalla fylgismanna Frjálslynda flokksins, en þar er þó spurning um kvótamálið.