Í langan tíma á tuttugustu öld var bara einn skóli ríkjandi í arkítektúr. Fúnksjónalisminn eða módernisminn. Hvarvetna risu hús sem voru byggð samkvæmt þessari stefnu. Almenningi fannst þau ljót og andstyggileg, en arkitektarnir voru svo sannfærðir um réttmæti þess sem þeir voru að gera að þeir hlustuðu ekki. Þeir héldu áfram að byggja.
Borgir voru eyðilagðar með þessum skelfilegu byggingum, það risu úthverfi sem voru fullkomlega mannfjandsamleg. En innan stéttar arkítekta heyrðust varla gagnrýnisraddir, eða réttar sagt, þær máttu eiginlega ekki heyrast. Þeir sem gagnrýndu rétthugsunina voru álitnir skrítnir eða fábjánar.
Svona getur rétttrúnaður farið með ágætustu vísindi og valdið ómældum skaða.
Hví nefni ég þetta – jú, ég hafði hugsað mér þetta sem einhvers konar hliðstæðu við það sem hefur verið á seyði í hagfræði síðustu áratugina.