fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Ævintýralegt lífshlaup vísindamanns, Morkinskinna, Jökull, Dagur og Ásta

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. apríl 2011 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur í Kiljunni í kvöld verður hinn merki jarðvísindamaður Haraldur Sigurðsson. Haraldur er uppalinn í Stykkishólmi, en fór ungur maður til útlanda og hefur átt ævintýralegt lífshlaup við rannsóknir á voldugustu eldfjallasvæðum heims, í Indónesíu, hjá Vesúvíusi og við austanvert Miðjarðarhaf. Hann var prófessor við háskólann á Rhode Island í Bandaríkjunum, en sneri loks aftur í Stykkishólm þar sem hann hefur byggt upp eldfjallasafn. Haraldur hefur ritað ævisögu sína sem ber nafnið Eldur niðri.

Við Guðjón Friðriksson vitjum leiða Jökuls Jakobssonar, Ástu Sigurðardóttur og Dags Sigurðarsonar í Fossvogskirkjugarði.

Bókasafnsdagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun. Við fáum til okkar Málfríði Finnbogadóttur, verkefnisstjórna á Bókasafninu á Seltjarnarnesi, og Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur landsbókavörð. Ræðum meðal annars um áhrif tölvutækninnar á bókasöfn og rifjum upp tíma lestrarfélaganna sem voru undanfari almenningsbókasafna.

Gyrðir Elíasson hefur verið mikið til umfjöllunnar í síðustu tveimur Kiljum – við látum ekki hjá líða að nefna að hann hafi fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Þorgerður E. Sigurðardóttir og Haukur Ingvarsson ræða um nýja útgáfu á Morkinskinnu, sem er komin út hjá Hinu íslenska fornritafélagi í bókaflokki sem rekur sögu sína aftur til 1928. Þau fjalla einnig um nýja skáldsögu sem nefnist Stolnar stundir og er eftir Ágúst Borgþór Sverrisson.

Bragi birtist svo í lok þáttarins eins og endranær.

haraldur_m_bakpoka_litilHaraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Það má mæla sérstaklega með bloggi hans sem fjallar um ýmislegt tengt eldfjöllum, ekki bara fræðin heldur líka list sem sýnir eldfjöll og eldsumbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB