fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Hagfræðingar eru hjarðdýr

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. apríl 2011 00:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðiprófessorinn og einn helsti boðberi frjálshyggju á Íslandi á sínum tíma, Þráinn Eggertsson, er í viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Frjálsrar verslunar.

Það er svosem ekki sérstaklega í frásögur færandi, nema að viðtalið eru furðu sjálfhælið miðað við að þarna talar einn helsti iðkandi fræðigreinar sem á við stórkostlegan trúverðugleikabrest að stríða.

Eitt af því sem Þráinn nefnir er að í fjölmiðlum sé farið að tala við alls konar fólk um hagfræðileg málefni, ekki bara sérfræðinga. Þetta þykir honum vont.

En þá má kannski benda á að enginn íslenskur hagfræðingur (að Þorvaldi Gylfasyni undanskildum) varaði við hruni íslenska hagkerfisins.

Það kom í hlut læknis að gera það. Sterkustu varnaðarorðin sem bárust innanlands fyrir hrun voru frá Andrési Magnússyni geðlækni. Hagfræðingarnir hæddu hann – og töldu einmitt að þarna væri maður sem ekkert vissi farinn að stíga inn á svið sérfræðinnar.

Hagfræði er afskaplega óviss vísindi. Hún eru til dæmis ekkert mikið betri til að spá um framtíðina en sagnfræði gagnast til að spá um framvindu sögunnar. Eftir efnahagshrunið í heiminum eru hún í meiriháttar krísu. Hagfræðingar virðast hafa tilhneigingu til að hreyfast í stórri hjörð, þeir fara unnvörpum að trúa á sama kerfið og sjá ekki veilurnar í því eða utanaðkomandi hættur.

Og þess vegna getur stundum verið alveg jafn gott að tala við leigubílsstjóra, rakara eða lækna um hagfræðileg málefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB