fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Guðni Th: Hrun hagfræðinnar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. apríl 2011 22:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vandi hagfræðinnar er að hún er félagsvísindi en ekki raunvísindi. Iðkendum hennar er samt tamt að líta á hana sem einhvers konar raunvísindi – kannski vegna þess að hagfræðin styðst talsvert við stærðfræði. En í raun er hagfræðin „kjaftafag“, rétt eins og stjórnmálafræði og félagsfræði. Það undirstrikar þetta eðli hennar að reglulega tekur rétttrúnaður völdin innan fræðanna.

Ég skrifaði um daginn um viðtal í Frjálsri verslun við Þráin Eggertsson prófessor í hagfræði. Mér fannst viðtalið furðu sjálfhælið, sérstaklega í ljósi þess að það er eitt sem hagfræðinni hefur alveg mistekist – nefnilega að sjá fyrir efnahagskreppur. Samt sitja hagfræðingar í háskólum  heimsins, seðlabönkum og fjármálastofnunum og rýna í líkön sín. Heimspekingurinn Nassim Taleb útskýrir þetta reyndar skemmtilega í bók sinni Svarti svanurinn – likönin gera ekki ráð fyrir hinu óvænta. Því getur jafnvel verið sniðugt að gera þveröfugt við það sem hagfræðingahjörðin segir, það segir Taleb að minnsta kosti.

Mér var bent á að Guðni Th. Jóhanesson hefði skrifað grein um þetta í Viðskiptablaðið stuttu eftir hrun. Þetta er góð grein eins og Guðna er von og vísa. Þar er meðal annars fjallað um svar við spurningunni hvert sé mesta „afrek“ hagfræðinnar?

Svarið: „Einfaldlega það að hafa gersamlega mistekist að sjá fyrir og koma í veg fyrir kreppur, þar á meðal fjármálakreppuna sem nú geisar.“

Þið verðið að smella á greinina til að stækka hana.

image001

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB