Það hlýtur að teljast til nokkurra tíðinda þegar fremsti rithöfundur þjóðarinnar tekur forseta lýðveldisins til bæna eins og Guðbergur Bergsson gerir í grein sinni í El País. Þýðingin er fengin úr þessari frétt DV:
„Stærstu sökina á íslenska efnhagshruninu ber að miklu leyti núverandi forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sem er ráðvilltur mikilmennskubrjálæðingur. Hann er fyrrverandi þingmaður sem skipti nokkrum sinnum um flokk meðan hann starfaði í stjórnmálum, hann fór úr einum flokki í annan en glataði að lokum trúverðugleika sínum vegna hentistefnu sinnar. En samstundis fann hann sér aðra hillu: forsetambættið síðastliðin fimmtán ár er gjöf þjóðarinnar til þessa manns sem er svo líkur þjóðinni sjálfri, þjóð sem hefur verið ringluð og einangruð frá meginlandi Evrópu og evrópskri hugsun í margar aldir, þjóð sem leitar alltaf framlág í skaut Bandaríkjamanna eftir stuðningi og vernd þegar svo ber undir…“