Það er talað um „málstað“ Íslands og að það þurfi að skýra hann út. Kannski fer betur á því að tala um „hagsmuni“ Íslands – því það er alls ekki víst að allir Íslendingar hafi sama málstað. En það er ekki víst að það sé auðvelt að skýra þetta ut.
Í gær hafnar íslenska þjóðin Icesavesamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðan hafði meðal annars snúist um það hversu mikið íslenskir skattgreiðendur þyrftu að borga.
Eva Joly skrifaði grein í Guardian og sagði að krafan á íslensku þjóðina væri 3,5 milljarðar punda – hátt í 700 milljarða íslenskra króna.
Eftir kosninguna í gær var dagskipanin orðin sú að það þyrfti að skýra út erlendis að við værum að borga þrátt fyrir allt – það væru stórar fjárhæðir að renna upp í hina meintu skuld úr þrotabúi Landsbankans og að þær myndu jafnvel dekka alla fjárhæðina.
Jú, fyrir þjóð sem er sérfróð í þessu máli meikar þetta sens – en það kann að vefjast fyrir öðrum.