fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Skorað á Björgólf

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. apríl 2011 22:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar eftirfarandi línur:

— — —

„Mér leiddist ákaflega hvernig í aðdraganda kosninganna fólk á báðum vængjum málaði skrattann á vegginn. Það er því miður engin góð niðurstaða til í þessu máli. Og Icesave hefði ekki horfið þrátt fyrir „já“. Það hefði áfram vofað yfir okkur sem algerlega óviss upphæð, þó svo „já“ hefði kannski skapað einhvern stundarfrið um skeið. Í reynd er afleiðingin af Icesave þeirra Landsbankamanna eins og hlekkur um háls Íslendinga og hefði verið það áfram hvort sem niðurstaðan hefði orðið „já“ eða „nei“.
Nú liggur niðurstaða kosninganna fyrir og engin ávinningur af því að fárast yfir niðurstöðunni, forsetanum eða viðbrögðum forsætisráðherra. Nú ætti þjóðin að sameinast um að verjast í málinu ef til dómsmáls kemur. Það er lagaleg óvissa fyrir hendi um greiðsluskyldu Íslands vegna Icesave. En líka veruleg áhætta fyrir Ísland – ef málið tapast. Ég skil vel sjónarmið þess efnis að skynsamlegt hefði verið að ljúka málinu með samþykkt Icesave-samkomulagsins. En niðurstaðan er sú að þjóðin hefur hafnað samningnum og reynum nú að standa saman að því að hin endanlega niðurstaða verði okkur sem hagstæðust.

Loks ætla ég að leyfa mér að gerast svo ósvífinn – eða einfeldningslegur – að skora á Björgólf Thor Björgólfsson að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að ef endanlegar skuldbindingar vegna Icesave fást ekki að fullu greiddar af eignum þrotabús Landsbankans, leggi hann allar sínar eigur að veði til að greiða það sem upp á kann að vanta. Þarna fær Björgólfur Thor tækifæri til að ná þokkalegri sátt við þjóðina – ef hann kærir sig yfirleitt um slíka sátt og um mannorð sitt. Mér finnst reyndar furðulegt að hann skuli ekki fyrir löngu hafa sýnt siðferðisþrek til að gefa slíka yfirlýingu. Ég man nefnilega ekki betur, en að hann hafi ítrekað sagt að mannorðið sé mikilvægara en peningarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB