fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Holir menn

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. apríl 2011 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson hvetur þjóðina til að standa saman.

En Styrmir Gunnarsson vill efna til undirskriftasöfnunar til að koma ríkisstjórninni frá völdum. Ég hygg að megi segja að fyrir honum og félögum hans hafi Icesavekosningin ekki verið mikið atriði í sjálfu sér, heldur hafi hún einungis verið áfangi á leið.

Styrmir var lengi ritstjóri á Morgunblaðinu og skrifaði leiðara sem einkenndust fyrst og fremst af grímulausri valdapólitík og hagsmunagæslu. Hann var lengi mikill áhrifamaður í íslensku samfélagi og margir töldu að hann væri að líta í eigin barm þegar hann sagði eftir hrun:

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“.

Ríkisstjórnin er réttkjörin í kosningum og hún hefur meirihluta á Alþingi. Það væri sama þótt söfnuðust hundrað þúsund undirskriftir – hún væri alveg jafn réttkjörin fyrir því.

Það er hins vegar hægt að leggja fram vantraust á hana á þingi – og vita hvort hún stenst það.

Tilfinning mín eftir daginn er sú að stjórnmálaforingjar landsins séu þreyttir. Að sumu leyti virka þeir á mann eins og holmenni, það sem er kallað tóm skel. Maður skynjar ekki kraft eða eldmóð. Og það á bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu. Að nokkru leyti finnst manni þeim vera vorkunn. Það er erfitt að vera stjórnmálamaður á svona tíma.

Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum í dag:

„Niðurstaðan þjóðaratkvæðagreiðslunnar má ekki sundra okkur né leiða til langvarandi deilna því brýnna er nú en nokkru sinni að við stöndum saman.“

En það eru margir sem geta ekki hugsað sér annað en að halda áfram fætingnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB