Það er brjálað veður úti.
Skerjafjörðurinn var eins og ólgandi úthaf áðan.
Ég var lauginn i út á Nesi. Þar var Dani sem var hræddur um að himinninn væri að hrynja í hausinn á honum.
Ég hitti íbúa á Seltjarnarnesinu sem sagði að í þessari átt myndi blása hressilega á Bessastöðum. Á sama tíma og forsetinn var að tala um samstöðu,
Aldrei hef ég séð Reykjavíkurtjörn svona úfna. Stórar og gruggugar öldur gengu upp á bakkana.
Ég bauð konu sem var að fjúka um Skólavörðuholtið upp í bíl og keyrði hana áleiðis. Það var ekki stætt á holtinu.
Veðrið rauk allt í einu upp og varð að fárviðri, Það á að lægja aftur fljótt. Hverju reiddust goðin?