Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi segir að það sé verið að fara írska leið með skuldir Orkuveitunnar. Semsagt gera borgarbúa ábyrga fyrir þeim.
Í framhaldi af því hlýtur maður að spyrja hvað myndi verða ef Orkuveitan yrði einfaldlega látin fara á hausinn?
Hvað myndi það þýða fyrir þetta fyrrum glæslilega fyrirtæki og orkuauðlindirnar sem það hefur yfirráð yfir?
Ég spyr í mestu einlægni – ég hef einfaldlega ekki hugmynd um þetta og hef ekki séð það rætt.