fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Aprílgöbb

Egill Helgason
Föstudaginn 1. apríl 2011 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Kári vorum að spá í aprílgöbbum þegar við vorum að keyra í bílnum í gær. Hann skildi ekki alveg út á hvað aprílgöbb ganga, svo fattaði hann það.

Fann upp á einu sniðugu – að birta fréttir um að Justin Bieber væri kominn til landsins. Þá sagði hann að mörg smápían myndi titra – ég held hann hafi til dæmis átt við eldri systur vina sinna.

Svo opnuðum við DV í morgun og viti menn: Í blaðinu stóð að Justin Bieber væri væntanlegur til landsins og ætlaði að vera í Bláa lóninu í dag.

Ég veit að DV stundar mjög harðdræga fréttaöflun, en ekki vissi ég að þeir væru farnir að hlera bílinn minn.

Það voru fleiri aprílgöbb í fjölmiðlunum í morgun, mér fannst Mogginn dálítið sniðugur þegar hann skrifaði að gullskipið væri farið að koma upp í Landeyjarhöfn. Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær það gerist.

Og svo er nátturlega fullt af fréttum í dag eins og aðra daga sem maður veit ekki hvort eru aprílgöbb.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?