Það eru ýmsar furðulegar vendingar í kringum Orkuveituna.
Alfreð Þorsteinsson kemur í fjölmiðla eins og gamall draugur og segir að það sé leikrit að Orkuveitan sé á hausnum. Fyrirtækið hafi verið í góðum rekstri hjá sér.
Hanna Birna Kristjánsdóttir var í útvarpinu og það var reiðitónn í rödd hennar. Á henni var að skilja að þegar hún var borgarstjóri hefði líka verið allt í lagi með Orkuveituna.
Svo eru lífeyrissjóðir mættir á svæðið og vilja fara að taka hluti út úr fyrirtækinu, helst er einblínt á Hverahlíðavirkjun – það er talað eins og þeir ætli að gera þetta af góðsemi.
En var brunaútsala ekki orð sem heyrðist býsna oft á tíma hrunsins?