Hér er athyglisverð frétt á búlgarska vefnum novinite.com.
Fjallar um dómsmál gegn Viva Ventures, dótturfyrirtæki fjárfestingarsjóðsins Advent International, sem eignaðist 65 prósent í búlgarska ríkissímafélaginu 2004.
Þetta er langdregið spillingarmál í Búlgaríu eins og les má í fréttinni, það hafa þegar verið í gangi málaferli vegna þessara viðskipta.
Einn þeirra sem tengjast málinu er Björgólfur Thor Björgólfsson. Á Facebook-síðu Halldórs Halldórssonar sem hefur skoðað þessi mál má lesa:
„Björgólfur Thor keypti búlgarska símafyrirtækið BTC af Viva Ventures fyrir 300 milljón evrur í skjóli Stanislevs, þáverandi forsætisráðherra Búlgaríu. Seldi fyrirtækið svo fyrir 1.08 milljarða evra. Óútskýrð tengsl talin vera á milli Thors og Viva. ESB-skýrsla notaði Björgólf Thor sem dæmi um spillingu í Búlgaríu, samkrull athafnamanna og pólitíkusa.“