Enginn gekk harðar fram í því á Íslandi að boða einkavæðingu og skattalækkanir en Hannes Hómsteinn Gissurarson.
Það var reyndar ljóst að hann var alltaf að fá aura frá fyrirtækum og fjármálamönnum til að sinna þessum hugðarefnum sínum, meðal annars í gegnum svokallaða rannsóknarstofnun Jóns Þorlákssonar. Nokkrir helstu fjáraflamenn Íslands mættu þar gjarnan á fundi.
Í seinni tíð var Hannes í mikilli herferð til að halda því fram að skattbyrði hefði ekki færst til á Íslandi. Og hann hélt áfram að mæra athafnamenn eins og Björgólf Guðmundsson – en ekki Jón Ásgeir sem var í vitlausu liði.
Um þetta virðist hafa gilt sú meginregla í kerfinu að Hannes ætti ekki að þurfa að líða skort. Undir það síðasta, áður en allt hrundi, var hann að fá peninga bæði frá Landsbankanum og fjármálaráðuneytinu.
Þetta er merkilegur andskoti.