Nú skilst manni að 24 af þeim 25 sem voru kjörnir á Stjórnlagaþing ætli að taka sæti í Stjórnlagaráði.
Samkvæmt fréttum var Salvör Nordal síðust til að ákveða sig. Inga Lind Karlsdóttir ætlar ekki að vera með, í staðinn fyrir hana kemur að því mér skilst Íris Lind Sæmundsdóttir lögfræðingur.
Það styrkir þetta ferli að svo margir skuli ætla að vera með, mikil forföll hefðu getað grafið endanlega undan því.
En baráttan á eftir að verða ströng þegar við hvert fótmál er hægt að vitna í – hinn nokkuð svo hæpna – úrskurð Hæstréttar.