fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Fyrrverandi stolt Reykvíkinga

Egill Helgason
Mánudaginn 28. mars 2011 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað það vitlausasta sem maður hefur séð í langan tíma er að Orkuveita Reykjavíkur fái ekki lán vegna Facebókarfærslna Jóns Gnarr.

Fréttirnar af raunverulegri stöðu Orkuveitunnar hafa verið lengi á leiðinni.

Menn höfðu ávæning af þessu fyrir borgarstjórnarkosningar, en þá virtist vera samstaða meðal flokkanna um að þagga það niður.

Umræða um þetta gaus stundum upp, ég man til dæmis að Andri Geir Arinbjarnarson kom í þátt hjá mér í nóvember 2009. Þar talaði hann um vonda fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Andri sagði að nauðsynlegt væri að gera rannsókn á fjárreiðum Orkuveitunnar.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér. Orkuveitan mótmæli þessu harðlega – bæði ég og Andri fengum ákúrur.

Nú er þetta loks allt komið upp á yfirborðið. Það þarf að grípa til neyðaraðgerða til að bjarga þessu fyrirtæki sem eitt sinn var sagt vera stolt Reykvíkinga.

Og það er ekki vegna þess sem borgarstjórinn hefur skrifað á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna