Nú er aftur farið að tala um að höfða mál vegna þess að Betar settu hin svokölluðu hryðjuverkalög á íslenska banka í Bretlandi.
Það er búið að fara marga hringi í þessu máli – ég heyrði einhvern segja í gær að honum liði eins og íslenska þjóðin væri á hringtorgi.
Maður hefur eiginlega ekki tölu á því hversu oft þessi umræða hefur komið upp, en hér er til dæmis merkilegt plagg frá byrjun árs 2009, frá því þremur mánuðum eftir hrun.
Þar fordæmir þingflokkur Vinstri grænna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir að hafa láðst að höfða mál vegna hryðjuverkalaganna.
Svo er þarna forvitnilegt lesefni um Icesave og lagalega og þjóðréttarlega ábyrgð á því dæmi.