Í Finnlandi er flokkur sem nefnist Sannir Finnar að ná miklum árangri í aðdraganda þingkosninga. Þessi flokkur er aðallega á móti „elítunni“, það er pínu óljósara hverju hann er með. En það er jafnvel talið hugsanlegt að ekki verði hægt að mynda ríkisstjórn án hans.
En hvernig væri ef á Íslandi væri stofnaður flokkur sem héti Sannir Íslendingar?
Fyrirmyndin er reyndar til, í Heimsljósi eftir Halldór Laxness.
Og það er ekkert fjarstæðukenndara en þegar menn tala um Bjart í Sumarhúsum sem fyrirmynd um það hvernig Íslendingar eiga að lifa lífinu.