fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Aðalgatan

Egill Helgason
Laugardaginn 26. mars 2011 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld gekk ég um Aðalgötuna á Siglufirði með Örlygi Kristfinnssyni sem rifjaði upp ýmsar minningar þaðan.

Ég hef fengið fjarska góðar viðtökur við þessum þætti.

Gamall vinur minn sem er frá Sigló sendi mér þessa mynd, hún mun vera tekin sirka 1968, það er þegar hnignunin var að hefjast á Siglufirði. Síldin var farin en menn héldu enn í vonina um að hún myndi koma aftur. Biðu. Síldarleysið var reyndar svo alvarlegt að á þessum tíma var kreppuástand á Íslandi, atvinnuleysi, landflótti og ólga í stjórnmálum.

En þarna er Aðalgatan á fallegum sumardegi, heldur daufleg.

0294

Í bréfinu var vitnað í eftirfarandi texta, hann er úr ávarpi sem Jósep Blöndal flutti þegar Þjóðlagasetrið var opnað á Siglufirði fyrir nokkrum árum:

„Ég  leyfi mér að vitna í viðtal við Einar Gústafsson, yfirmann íslenzkra ferðamála í Banda-ríkjunum, í Ríkisútvarpinu sl. vetur, en Einar hafði þá starfað í Bandaríkjunum í 40 ár: „Voru það ekki gríðarleg viðbrigði fyrir þig, 22 ára gamlan, að koma frá Íslandi í iðandi mannlífið á Manhattan?¨.

„Nei, það voru eiginlega engin viðbrigði. Ég kom frá Siglufirði”.

Og við,sem lifðum síldarárin hér á Siglufirði, vitum við hvað Einar átti. því annar eins kraumandi suðupottur fjölskrúðugs mannlífs og við ólumst upp við hér, átti ekki sinn líka á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna