Í blöðunum í dag birtast auglýsingar frá hópi sem nefnir sig Áfram Ísland. Það eru samtök fólks sem vill segja já við Icesave.
Þarna er birt súlurit sem er sagt að sé niðurstaða skoðanakönnunar frá Capacent. Þar segir að 62 prósent þeirra sem „þekkja innihald Icesave samningsins vel“ ætli að samþykkja hann.
Í auglýsingunni stendur ekkert um hvenær þessi skoðanakönnun var gerð eða hverjar voru aðrar niðurstöður hennnar.
Eru þetta gamlar fréttir eða nýjar fréttir?
Og hvað ætla þeir að gera em þekkja innihald Icesave samningsins illa? Þeir hafa nefnilega líka kosningarétt.