fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Náin og innileg tengsl

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. mars 2011 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson fullyrti beinlínis í leiðara Morgunblaðsins um daginn að Icesave hafi verið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að kenna.

Þá fannst mörgum að það væri kannski lítið annað sem stjórnaði málflutningi Morgunblaðsins en blind heift.

Því Jón Ásgeir ber ábyrgð á mörgu misjöfnu og verður væntanlega dæmdur fyrir það, en eitt af því er ekki Icesave. Hins vegar kann að vera að hann hafi fengið lánaða einhverja peninga sem var aflað með söfnun á innlánsreikninga Icesave.

Ragnar Hall lögmaður skrifaði um þetta í grein sem birtist í fjölmiðlum.

Staðreyndin er sú að Landsbankamenn voru að því er Davíð taldi í réttu liði. Hann vildi ekki trúa neinu illu upp á þá.

Fyrirkomulagið var líka þannig að helsti ráðgjafi hans í pólitík í gegnum árin var varaformaður stjórnar bankans. Þannig var bankinn í góðu „talsambandi“ við Davíð eins og Styrmir Gunnarsson orðaði það.

Og svo til viðbótar, eins og upplýst var í dag, fékk helsti áróðursmaður (ég segi ekki hugmyndafræðingur) Davíðsflokksins sérstakar greiðslur frá Landsbankanum til að standa fyrir kynningu á skattamálum.

Það vantar svosem ekki að Hannes hefur fjallað um þau mál, hann hefur alveg unnið fyrir þessum peningum – en þeir komu frá auðmönnunum í Landsbankanum.

Þetta eru náin og innileg tengsl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn