Það var náttúrlega löngu vitað að engin samstaða yrði um kynningarefni um Icesave.
Eina leiðin er að senda lagafrumvarpið í pósti til landsmanna – það er það eina sem sátt gæti verið um.
Nú vill félagsskapur sem heitir Samstaða þjóðar gegn Icesave vera með í að útbúa kynningarefnið – félagið treystir ekki Lagastofnun Háskólans.
Í félaginu eru menn eins og Jón Valur Jensson, Hallur Hallsson og Loftur Altice Þorsteinsson – það er ábyggilega nóg af fólki sem treystir þeim ekki heldur til að útbúa svona kynningarefni.
Og þá þurfa hinir líka að vera með – og allt fer í loft upp!