Ég var að lesa texta um daginn á vefnum, kem ekki fyrir mig hvar hann var, en þar var fjallað um það sem kallast stragetic talking í stjórnmálum.
Íslenskt orð óskast, en þetta er það sem við heyrum stjórnmálamenn svo oft gera, fara með einhverja lærða rullu, eitthvað sem þeir hafa í raun enga sannfæringu fyrir – til að fela eitthvað, til að koma andstæðingnum í bobba, til að láta ekki hanka sig eða til að þóknast þeim sem eru hærra settir.
Og þarf að segja að í augum viti borins fólks hljómar svona taktískt tal eins og argasta suð og ískur.