Atli Gíslason segir að Ísland sé á leiðinni bakdyramegin inn í Evrópusambandið.
En eru til bakdyr á ESB?
Ég man ekki eftir neinni þjóð sem hefur farið þá leið inn í sambandið. Fyrir utan aðaldyrnar standa hins vegar nokkrar þjóðir.
Til að fara inn í ESB þarf bæði samþykki þjóðar og þings. Þetta verður ekki gert öðruvísi. Og aðlidarríki ESB þurfa líka að samþykkja.
Umsóknarferlið fer fram eftir nokkuð nákvæmlega skilgreindum framgangsmáta sem auðvelt er að fá upplúysingar um.
Það læðist enginn inn um bakdyrnar í skjóli nætur.