fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Brotthvarf Lilju og Atla

Egill Helgason
Mánudaginn 21. mars 2011 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur ekki á óvart að Lilja Mósesdóttir hverfi úr þingflokki Vinstri grænna – og ríkisstjórnarliðinu.

Samflokksmenn hennar, eins og til dæmis Björn Valur Gíslason, hafa sagt að þar sé hún í raun ekki lengur. Þannig er þetta staðfesting á orðnum hlut.

Lilja virðist eiga ágætis samleið með þingmönnum Hreyfingarinnar, Þór, Margréti og Birgittu. Það er þó ekki víst að þar finni hún sér vist í pólitík.

Lilja gæti allt eins reynt að stofna nýjan stjórnmálaflokk á vinstri vængnum – það gæti verið tilraunarinnar virði.

Brotthvarf Atla Gíslasonar kemur meira á óvart. Atli hefur verið lengur í herbúðum Vinstri grænna. Þingferill hans hefur verið heldur skrykkjóttur. Hann hefur stundum látið sig hverfa af þingi í langan tíma – og varamenn þá tekið sæti hans.

Þá er spurning með Ásmund Einar Daðason sem gjarnan hefur átt samleið með Lilju og Atla í andstöðunni innan VG. Það er þó ekki víst að Ásmundur og Lilja myndu eiga svo vel saman í annarri stjórnmálahreyfingu, enda hafa menn þóst greina að helsti pólitískur guðfaðir Ásmundar sé Styrmir Gunnarsson fremur en nokkur á vinstri vængnum. Maður sér til dæmis ekki að Þór Saari og Ásmundur séu sérstaklega líklegir til að vinna saman.

Þótt Lilja og Atli væru í hópi þeirra stjórnarliða sem hafa talist ótraustastir, þá er þetta náttúrlega áfall fyrir ríkisstjórnarinnar. Þingmeirihluti hennar er naumur. Það er spurning hvort fer að verða kominn tími á uppstokkun í líkingu við það sem Margrét Kristmannsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, boðaði í Silfri Egils í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi