Við sáum Knút í dýragarðinum í Berlín þegar hann var lítill og sætur.
Þá var hann með manninum sem hugsaði um hannn, Thomas Dörflein, gekk honum eiginlega í föður – eða móður stað.
Dörflein varð bráðkvaddur í íbúð sinni í Berlín 2008. Þá hafði samband hans við dýrið rofnað að einhverju leyti, Knútur var orðinn of stór og hættulegur.
Og nú finnst Knútur sjálfur dauður í búri sínu í dýragarðinum. Það er ekki vitað hvað banameinið var. Dýrið var aðeins fjögurra ára.
Það er búið að selja milljón Knútsboli- og bangsa, einn þeirra er inni í herbergi hjá Kára, dýragarðurinn stórgræddi á þessu – en endalok þeirra „feðganna“ eru döpur.
En hvað drap Knút?