Í Silfrinu síðastliðinn sunnudag var í viðtali hjá mér Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri og ritstjóri Neytendablaðsins.
Við ræddum landbúnaðarmál.
Ástæðan fyrir því að ég bauð Brynhildi í viðtal var úttekt hennar á landbúnaðarkerfinu sem birtist í Neytendablaðinu fyrir stuttu.
Blaðið má skoða greinarnar úr Neytendablaðinu á pdf.skjölum. Þarna eru margháttaðar upplýsingar um landbúnaðarkerfið, kostnaðinn við það, stjórnskipulag, tollvernd og fleira.