Traust er eiginlega orð sem maður hefur aldrei heyrt talað um í sambandi við Ólaf Ragnar Grímsson.
Það hafa verið notuð ýmis orð um hann, jákvæð og neikvæð, en orðið traust hefur sjaldnast verið meðal þeirra.
Nú er hann sá stjórnmálamaður sem flestir treysta – já, því nú er forsetinn flokkaður sem stjórnmálamaður, ólíkt því sem var á tíma Vigdísar og Kristjáns.
Þá var forsetinn meira svona spari.
Þetta er meira en lítið afrek hjá Ólafi eftir langan feril í pólitík – ferillinn spannar hátt í hálfa öld, Framsóknarflokkinn, Möðruvallahreyfinguna, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagið, ríkisstjórnina 1988-1991 þar sem Ólafur var fjármálaráðherra, gjarnan kallaður „Skattmann“.
Ég fjalla um þennan feril í grein sem ég skrifaði á ensku í nýjasta tölublað Grapevine. Blaðið má nálgast víða.