fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Hofmóðugir lífeyrissjóðir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. mars 2011 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gerð lítil bylting á Íslandi eftir hrun. Hún náði þó ekki sérlega langt. Kannski var byltingarandinn í raun ekki sérlega mikill.

Mörg helstu kerfin standa óhögguð – með sama fólk innanborðs og áður. Önnur er verið að endurreisa. Við höfum vinstri stjórn, kannski hefur hún ekki þrótt til að breyta, kannski ekki ímyndunarafl, kannski samanstendur hún af fólki sem er líka innmúrað í kerfið á sinn hátt.

Eitt stærsta kerfið eru lífeyrissjóðirnir. Þar sitja menn sem telja sig vera hátt hafna yfir flesta Íslendinga. Þeim finnst móðgandi sú tilhugsun að gerðir þeirra séu rannsakaðar. Lífeyrissjóðirnir tóku ríkulegan þátt í útrásarsukkinu, en stjórar þeirra telja best fara á því að þeir rannsaki sjálfa sig.

Þessu hefur Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR (félaginu sem fór að heita hinu asnalega nafni Virðing og réttlæti) andæft. Hann vill fá upplýsingar um fjármálagjörninga lífeyrissjóðanna. Hann vill að þeir séu rannsakaðir almennilega. Viðbrögðin eru afar dræm. Það berast meldingar um að Ragnar hljóti að vera ruglaður. Hann er einungis óbreyttur félagsmaður sem fór að hafa áhuga á málum stéttarfélags síns og lífeyrissjóðs. Í núverandi kerfi þykir það nánast óeðlilegt. Mér varð það á að bjóða Ragnari í sjónvarp – innanbúðarmenn í lífeyrissjóðunum kvörtuðu og kveinuðu.

En þessir sömu lífeyrissjóðir innheimta gjöld sín af hörku. Launþegar borga stórar fjárhæðir í þetta í hverjum mánuði – þar er ekki gefinn afsláttur á einum einseyringi. En höfðingjarnir í lífeyrissjóðunum vilja ekki þurfa að standa reikningsskil gerða sinna.

Andrés Jónsson skrifar athyglisverða grein um þetta hér á Eyjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi