Þetta er einhver furðulegasta ræða sem þjóðarleiðtogi í vandræðum hefur flutt. Gaddafi Líbýuforseti, með regnhlíf, birtist í fáar sekúndur í líbýska sjónvarpinu og segir eitthvað í þessa veru:
„Ég er ánægður, því ég var að tala við ungt fólk á Græna torginu í gær, en þá kom regn, lof sé guði, og það er góður fyrirboði. Ég vil segja þeim að ég er í Trípolí en ekki Venesúela – ég varð að koma hingað til að afsanna illan rógburð.“
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=jIz6qthH1UQ]