Gaddafi Líbýuforseti getur drekkt uppreisn gegn sér í blóði í skjóli þess að land hans er að miklu leyti lokað.
Gaddafi hefur á sér það orð að vera ofbeldishneigður, duttlungafullur og jafnvel geðtruflaður. En honum hefur tekist að ríkja í Líbýu í 41 ár.
Fréttamenn fá ekki að koma til Líbýu til að fylgjast með atburðunum, í landi eins og þessu er auðvelt að loka fyrir internetið. Það er ekkert tjáningarfrelsi í landinu.
Gaddafi á syni sem stjórna ríkinu ásamt honum – allt í skjóli hersins. Einn þeirra hefur keypt hluti í ítölskum knattspyrnufélögum og synirnir stundað fjárfestingar með olíupeninga Lýbíu á erlendri grund.
Það vakti til dæmis athygli í hittifyrra þegar fjárfestingasjóður frá Líbýu vildi kaupa Kaupþing í Lúxemborg.