Það má rifja upp ýmislegt varðandi Icesave. Eitt af því er hvernig þessir reikningar voru kynntir á erlendri grund. Hér má sjá skjámynd af vef Icesave í Bretlandi. Þið getið smellt á myndina til að stækka hana. Auðvitað skuldbindur þetta ekki íslenska skattgreiðendur, en það sýnir hins vegar siðleysið sem var í kringum þessa útgerð alla.