fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Nei eða já?

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. febrúar 2011 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir Icesavelögin í byrjun síðasta árs var ég alveg viss um að sú yrði ákvörðun hans.

En nú er erfiðara að spá í þetta. Eins og ég hef bent á getur hann fært ágæt rök fyrir því að játa og fyrir því að neita. Hann ætlar greinilega að tilkynna þetta síðar í dag.

Við hljótum að telja að hann velji það sem hann álítur best fyrir þjóðina, ekki bara hann sjálfan.

Hann getur sagt, eins og hann hefur gert þegar, að samningurinn núna sé miklu betri en hinir fyrri. Að málinu verði stefnt í of mikla óvissu ef hann verður ekki samþykktur. Að Alþingi hafi samþykkt hann með miklum meirihluta.

En hann getur líka sagt að þjóðin eigi að tjá sig um þennan samning líkt og þann síðasta. Þetta sé mál sem hún sé fullfær um að hafa skoðun á. Og hann getur vísað til þess að enn sé bil á milli þings og þjóðar í málinu.

Það er óneitanlega nokkur spenna í loftinu. Og það má spyrja hver verði viðbrögð ríkisstjórnarinnar ef Ólafur neitar að skrifa undir?

Og svo má spyrja hver verða áhrifin á forsetaferil Ólafs Ragnars? Hann hefur eignast marga nýja aðdáendur vegna afstöðu sinnar í Icesave – snúa þeir við honum bakinu ef hann skrifar undir? En líklega hefur of mikið gengið á til að ríkisstjórnarflokkarnir taki hann í sátt.

Ég spáði rétt í janúar á síðasta ári – en nú þori ég barasta ekki að spá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin