fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Að kvöldi enn eins Icesavedagsins

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. febrúar 2011 22:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterkustu rök Ólafs Ragnars á blaðamannafundinum í dag voru þau að Icesave málið hefði einu sinni farið til þjóðarinnar – og það ætti að fara þangað aftur. Að þjóðin ætti áfram að hafa lögggjafarvald í málinu, eins og hann orðaði það.

Sum önnur rök voru furðu veik.

Hann vitnaði í skoðanakannanir – í raun var bara ein skoðanakönnun og hún var kostuð af vefriti sem hefur barist gegn samþykkt Icesave.

Hann vísaði í undirskriftasöfnunina og talaði um fimmtung atkvæðisbærra manna. En 40 þúsund eru ekki fimmtungur þeirra. Atkvæðisbærir menn voru um 230 þúsund í fyrra.

Hann talaði um að það væri sama þing nú og síðast þegar málið fór í þjóðaratkvæði – það var illskiljanlegt að það breytti einhverju.

Og hann talaði um að það hefði verið mjótt á mununum þegar þingið greiddi atkvæði um hvort málið skyldi fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En þá má benda á að ríkisstjórnir hafa oft nauman meirihluta í þinginu – án þess að forseti láti sig það sérstaklega varða.

En fyrsta röksemdin er nokkuð sterk og nægir líklega.

Einn vandinn við þjóðaratkvæðagreiðsluna er hins vegar að við vitum ekki hverjir kostirnir eru.

Eru nýir samningar í boði? Nei, líklega ekki.

Fer málið þá fyrir dómstóla? Hvernig er liklegt að slíkt mál fari?

Halda Bretar og Hollendingar kröfum sínum til streitu – eða eru þeir kannski farnir að þreytast?

Valda tafir á málinu okkur skaða – eða skipta þær kannski litlu sem engu máli?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin