Myndin af ítalska fótboltamanninum Gattuso og gömlu kempunni Joe Jordan minnir á tímann þegar fótboltinn var almennilegur.
Jordan var ógleymanlegur leikmaður, tannlaus, krambúleraður, alltaf drullugur upp fyrir haus.
Þetta var áður en leikmenn urðu upp til hópa „vínarbrauðstillar“ eins og einn vinur minn kallar það.
Meðan leikmennirnir voru karlmannlegir og hrjúfir en ekki oflaunaðir og ofsnyrtir – kappið var meira en forsjáin og vellirnir voru drullusvöð á veturna.