fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Cameron og Stóra þjóðfélagið

Egill Helgason
Laugardaginn 19. febrúar 2011 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fletti Mogganum í fljótheitum á kaffihúsi í morgun og las að ólíkt íslenskum stjórnvöldum hefði ríkisstjórn Davids Cameron í Bretlandi áætlun.

Það var talað um að þetta væri til eftirbreytini.

Áætlun Camerons felst aðallega í því að skera niður ríkisútgjöld, ekki síst til velferðarmála, hækka skatta að einhverju leyti, hækka skólagjöld, hlífa fjármálaöflunum í City auk þess sem hann boðar eitthvað sam kallast The Big Society.

Kjarninn í því er að alls konar þjónusta í samfélaginu skuli vera á grunni sjálfboðavinnu. Þannig verður fólk sem hefur unnið ýmis störf fyrir kaup, oft mjög lágt reyndar, óþarft. Í stað kemur fólk sem hefur efni á því að gefa vinnuframlag sitt. Hinn hlutinn felst í því að hvetja ríkt fólk til að gefa meira til góðgerðastarfsemi.

Það er talað um að þegar hafi þessi hugmynd fengið svo litlar undirtektir að það megi telja hana svo gott sem dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin