Þetta er eiginlega dálítið geðveikt.
Í þessari frétt segir að slitastjórn Landsbankans viti í hvað Icesavepeningarnir fóru.
Þeir vilji bara ekki segja það.
Á sama tíma er ætlast til þess að íslenskur almenningur standi undir þessum ósköpum.
Í fréttinni segir líka að fjármálaráðherra hafi sagt að verið sé að kanna hvort hægt sé að endurheimta Icesavepeninga í útlöndum – og hvort hægt sé að draga til ábyrgðar þá sem stóðu fyrir þessu.
Einhvern veginn finnst manni það ganga voða hægt – og þessar upplýsingar voru eiginlega dregnar fram með töngum.
En guð láti á gott vita.