Icesave er samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi.
Meirihlutinn er hins vegar naumari þegar kosið er um hvort málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Ólaf Ragnar að hafna lögunum rúllar áfram á veraldarvefnum.
Það hafa hins vegar komið fram alvarlegar athugasemdir um aðferðafræðina í undirskriftasöfnuninni. Hún virðist vera mjög hæpin.
Ólafur Ragnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að þingið sannfæri þjóðina. En hann hefur líka sagt að þessi Icesave samningur sé miklu betri en hinir fyrri.
Að öllu samanlögðu er ómögulegt að ráða í hvað forsetinn ætlar að gera.
Skrifar hann undir – eða ekki? Og hvaða röksemdum beitir hann?