fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Eitt óveðurskvöld við Síró

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. febrúar 2011 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siggi stormur segir að í dag séu liðin 30 ár frá því sem hann kallar Engihjallafárviðrið.

Ansi er maður orðinn gamall.

Ég man vel eftir þessum degi.

Var staddur í húsi við Bergstaðastræti, fór út sirka átta um kvöldið og veðrið var alveg brjálað. Í ofanálag var fljúgandi hálka.

Kom auga á eldri konu sem var að reyna að komast yfir Bragagötuna, þar á horninu var eitt sinn söluturninn Síró (eða Ciro).  Hún tókst á loft og fauk niður götuna í átt að Hljómskálagarðinum.

Ég fór á eftir, náði taki á konunni og tókst að drösla henni fyrir horn og heim til sín.

Þetta var svosem ekki mikið afrek en óveðrið gleymist ekki.

Ég held að Síró sé ekki lengur til. Einu sinni gerði ég sjónvarpsþátt um sjoppur og sjoppumenningu og var þá að velta fyrir mér hvers vegna sjoppan hefði heitið Síró – sjoppunöfn voru mjög fjölbreytt á árunum eftir stríð. Ég komst aldrei almennilega til botns í þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“