Níumenningarnir voru ákærðir fyrir árás á Alþingi. Við því liggur þung refsing.
Svo fellur dómur, tveir ungir karlmenn eru dæmdir í skilorðsbundna dóma, tvær konur þurfa að borga sekt.
Þetta er frekar slöpp niðurstaða – og óravegu frá ákærunni sem lagt var upp með.
Það er reyndar spurning í framhaldi af þessu hvort ekki sé hægt að dæma fjölda manns til sektargreiðslna vegna Búsáhaldabyltingarinnar – og mótmælanna í byrjun október.
Rúður voru brotnar, bál kveikt og eggjum hent í þinghúsið.
Þetta hlýtur allt að vera til á myndbandi. Það mætti jafnvel setja þingverði í að klippa út valda búta.